Hvað getum við gert fyrir þig?
Við sérsmíðum vandaðar, öruggar og hraðvirkar veflausnir. Hjá okkur eru allir vegir færir. Engin hugmynd er of stór eða of lítil. Öllum vefum okkar getur fylgt einfalt en öflugt vefumsjónarkerfi frá Sanity. Viltu blogg, vefverslun eða vefsíðu fyrir hlaðvarpið þitt? Ertu með stærri plön?
Vefumsjónarkerfið
Sérsniðið að þínum þörfum
Við notum Sanity til þess að byggja vefumsjónarkerfi sem er sérsniðið að þínum þörfum. Ekkert WordPress vesen, bara einfalt og hraðvirkt kerfi sem gerir allt sem þarf, hvorki meira né minna.
- Einfalt.
- Það tekur enga stund að læra á kerfið.
- Öruggt.
- Hér eru engar óþarfa viðbætur sem geta boðið hættunni heim.
- Hraðvirkt.
- Kerfið er hýst í gríðarlega öflugu og hraðvirku umhverfi. Kerfið er lauflétt í rekstri.

Hvernig erum við öðruvísi?
Við skerum okkur úr fjöldanum. Á Íslandi eru margar flottar vefstofur, af öllum stærðum og gerðum. Við leggjum okkur fram við að tileinka okkur bestu eiginleika þeirra, og forðumst allt annað. Ekkert fúsk og engar dýrar verkferlaflækjur. Við viljum feta hinn gullna meðalveg. Þú færð fagleg vinnubrögð stóru stofanna á verði og hraða þeirra litlu.
Allur pakkinn
Svo miklu meira en bara vefir
Við tökum að okkur allskonar verkefni, af öllum stærðum og gerðum.
- Hýsingin
- Vefir okkar eru hýstir á Vercel.com. Þar er hraði og öryggi í fyrirrúmi. Mörg af stærstu fyrirtækjum heims hýsa vefina sína á sama hátt.
- Öryggið
- Við yfirförum alla öryggisþætti reglulega og notumst við allra nýjustu og bestu tækni sem völ er á.
- Þjónustan
- Við leggjum mikið uppúr farsælum og ánægjulegum samskiptum. Við hugsum til lengri tíma og vöndum til verka.
- Skýið
- Fáðu tölvupóstinn á lénið þitt. Við getum aðstoðað við uppsetningu og rekstur á skýjaþjónustum á borð við Google Workplace og Microsoft 365.